Tyrkland
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Tyrklands | Skjaldarmerki Tyrklands |
Kjörorð ríkisins: Yurtta Sulh, Cihanda Sulh (Tyrkneska: Friður í heimalandinu, friður í heiminum) | |
Opinbert tungumál | Tyrkneska |
Höfuðborg | Ankara |
Forseti | Ahmet Necdet Sezer |
Forsætisráðherra | Recep Tayyip Erdoğan |
Flatarmál - Samtals - % vatn |
36. sæti 780.580 km² 1,3% |
Fólksfjöldi - Samtals (2003) - Þéttleiki byggðar |
17. sæti 68.893.918 88,23/km² |
Gjaldmiðill | Ný Tyrknesk Lýra (tekin upp 1. janúar 2005, áður var Tyrkneska Lýran notuð) |
Tímabelti | UTC +2 |
Þjóðsöngur | İstiklâl Marşı |
Þjóðarlén | .tr |
Alþjóðlegur símakóði | 90 |
Lýðveldið Tyrkland er land í Suðvestur-Asíu og Evrópu sem samanstendur af Anatólíu eða Litlu-Asíu í Asíu og svæði í Suðaustur-Evrópu sem er lítið samanborið við asíska hlutann en þó litlu minna en mörg Evrópsk ríki.
Landið heitir Türkiye Cumhuriyeti eða bara Türkiye á tyrknesku, sem er tungumál landsmanna. Landið var aðalsvæði Ottómanveldisins allt fram til 1922. Anatólíuskaginn, sem liggur á milli Svartahafs og Miðjarðarhafs er meginhluti þess. Hann er oft nefndur Litla-Asía. Höfuðborgin er Ankara, en þekktasta borgin mun vera Istanbul, sem áður hét Konstantínópel og þar áður Bysans eða Bysantium og Íslendingar nefndu hana Miklagarð. Hún mun vera eina borg veraldar, sem tilheyrir tveimur heimsálfum.
Lönd sem liggja að Tyrklandi eru Georgía, Armenía, Aserbaítsjan og Íran að austan; Írak og Sýrland að sunnan og Grikkland og Búlgaría að vestan. Eyjahafið liggur að landinu vestan- og suðvestanverðu og eru þar fjölmargar eyjar sem flestar tilheyra Grikklandi. Þegar siglt er til norðurs úr Eyjahafinu á milli asíska og evrópska hluta Tyrklands er fyrst farið um Dardanellasund inn í Marmarahaf, sem er lítið innhaf, og úr því um Bosporussund (sem norrænir menn nefndu Sæviðarsund) inn í Svartahaf, sem er stórt innhaf. Upplýsingar um Tyrkland Turkish Folk Music - Türküler
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði