Guernsey
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guernsey er eyja í Ermarsundi og annað tveggja umdæma Ermarsundseyja. Umdæminu tilheyra, auk Guernsey, eyjarnar Alderney, Sark, Herm, Jethou, Brecqhou, Burhou og fleiri smáeyjar. Bretland hefur umsjón með utanríkismálum og varnarmálum eyjanna, en þær eru þó ekki hluti af breska konungdæminu heldur hertogadæminu Normandí, en hertoginn af Normandí er einn af titlum Bretadrottningar. Guernsey hefur því sitt eigið löggjafarþing.
Íbúar Guernsey eru um 65.000 talsins.