Bretland
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Bretlands | Skjaldarmerki Bretlands |
Kjörorð konungsdæmisins: Dieu et mon droit (franska: Guð og réttur minn) |
|
Opinbert tungumál | Ekkert tilgreint - enska í raun |
Höfuðborg | London |
Drottning | Elísabet II |
Forsætisráðherra | Tony Blair |
Stjórnarform | Stjórnarskrárbundin konungsstjórn |
Flatarmál - Samtals - % vatn |
76. sæti 244,820 km² 1.3% |
Fólksfjöldi - Samtals (2003) - Þéttleiki byggðar |
21. sæti 59.553.700 246/km² |
Stofnun | 1801 |
Gjaldmiðill | Sterlingspund (£) |
Tímabelti | UTC+0 (UTC+1 á sumrin) |
Þjóðsöngur | God Save the Queen |
Rótarlén | .uk |
Landsnúmer | 44 |
Hið sameinaða konungsdæmi Stóra-Bretlands og Norður-Írlands (enska United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland) oftast þekkt á Íslandi sem Bretland eða Stóra Bretland er land í vestur Evrópu. Landið nær yfir megnið af Bretlandseyjum fyrir utan Ermasundseyjar, Mön og megnið af Írlandi. Bretland skiptist í England, Wales, Skotland og Norður Írland.
Á íslensku hefur skapast sú venja að tala um Bretland sem ríkið en Stóra Bretland sem eyjuna þar sem England, Skotland og Wales er, hafa ber í huga að sú nafngift er ónákvæm þar sem ríkið tekur einnig yfir Norður-Írland sem er ekki partur af Stóra Bretlandi. Breska heimsveldið var það stærsta sem sagan hefur kynnst og voru þeir uppá sitt besta á Viktoríutímanum.
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði