Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions Marshalláætlunin - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Marshalláætlunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áróðursplakat fyrir bættri samvinnu vesturlanda. Textinn les „Sama hvernig blæs verðum við að vera samstíga.“
Enlarge
Áróðursplakat fyrir bættri samvinnu vesturlanda. Textinn les „Sama hvernig blæs verðum við að vera samstíga.“

Marshall áætlunin, einnig nefnd Marshall aðstoðin, var áætlun á eftirstríðsárunum (1948-53) skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu sem átti að stuðla að efnahagslegum uppgangi í löndum Evrópu og auka samvinnu þeirra á milli eftir eyðileggingu seinni heimstyrjaldarinnar. Áætlunin var einnig liður í að sporna gegn útbreiðslu kommúnisma og áhrifa Sovétríkjanna.

Áætlunin var skírð í höfuðið á þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Marshall en aðalhöfundar áætlunarinnar voru aðrir starfsmenn ráðuneytisins, og má þá sérstaklega nefna William L. Clayton og George F. Kennan.

Sextán lönd í Evrópu þáðu boð Bandaríkjamanna um að taka þátt í áætluninni þ.á.m. Ísland. Íslendingar högnuðust mjög (mest miðað við höfðatölu) á aðstoðinni og er erfitt að ímynda sér að þróun og uppgangur hér á landi hefði gengið jafn greiðlega fyrir sig og raun bar vitni ef ekki hefði til hennar komið.

Efnisyfirlit

[breyta] Eftir seinni heimstyrjöldina

Afleiðingar seinni heimstyrjaldarinnar voru þær að milljónir manna létu lífið á vígvellinum og í helförinni. Eyðileggingin náði líka til innviðis, bygginga, samgangna og opinberra stofnanna. Berlín, Dresden og fleiri þýskar borgir auk Varsjár í Póllandi voru svo gott sem jafnaðar við jörðu. London og París og ótal fleiri borgir og bæjir höfðu orðið fyrir miklum skemmdum. Enda er talið að allt að á bilinu 60-70 milljónir manna hafi látið lífið í seinni heimstyrjöldinni sem lauk með Yaltafundinum í febrúar 1945 og friðarviðræðunum í París 1947. Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Breta flutti fræga ræðu 5. mars 1946 þar sem hann nefndi það Járntjald (e. „iron curtain“) sem aðskildi lýðræðisríki Evrópu frá kommúnistaríkjum Sovétríkjanna.

Við tók djúp efnahagsleg lægð í Evrópu og árið 1948 voru helstu hagtölur iðnríkja Evrópu enn vel undir þeirri framleiðslugetu sem náð hafði verið fyrir stríð.

Kalda stríðið, og vopnakapphlaupið sem því fylgdi, var enn ekki hafið af alvöru, en George F. Kennan hafði þegar spáð fyrir þeirri pólariseringu sem seinna kom, og bandarískir ráðamenn höfðu töluverðar áhyggjur af fylgi við kommúnistaflokka í löndum eins og Ítalíu og Frakklandi.

[breyta] Annað á teikniborðinu

Það voru lagðar fram ýmsar tillögur um það hvernig væri best að byggja upp Evrópu á ný. Annar valkostur sem kom til greina var svonefnd Morgenthauáætlun, eftir þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna Henry Morgenthau, yngri. Sú áætlun gekk í stuttu máli út á það að afvopna Þýskaland, skipta því tvö sjálfstæð ríki, eitt alþjóðlegt svæði og úthluta Frakklandi og Póllandi landsvæði sem að þeim lá. Jafnframt átti að eyðileggja verksmiðjur og framleiðsluaðstöðu Þjóðverja í Ruhrhéraði Norður Rín-Vestfalíu og koma þannig í veg fyrir að Þýskalandi gæti enn á ný orðið efnahagslegt stórveldi sem gæti ógnað öðrum. Samkvæmt áætluninni áttu Þjóðverjar einnig að greiða himinháar stríðsskaðabætur líkt og þeir voru skyldaðir til með Versalasamningnum eftir fyrri heimstyrjöldina.

Áætlun Morgenthau var þó ekki valin því viðurlögin þóttu of grimmileg. Þess í stað var Þýskalandi skipt í Vestur Þýskaland og Austur Þýskaland árið 1949 og hélst sú skipting allt fram að falli Berlínarmúrsins 1989.

[breyta] Undirbúningur

Bandarískum ráðamönnum þótti það vandasamt að útfæra þessar hugmyndir sínar um fjárhagsstuðning við lönd Evrópu. Þeir óttuðust mótstöðu í bandaríska þinginu. Fyrst var látið í veðri vaka í ræðu sem George Marshall flutti fyrir nemendur Harvard háskóla í júní 1947 að hefja ætti efnhagslegan stuðning við Evrópuríki. Það var fyrirætlunin að ráðamenn í Evrópu heyrðu af þessu og myndu hafa samband með hugmyndir um upphæðir og skilmála.

Utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands hittust í Frakklandi ásamt utanríkisráðherra Sovétríkjanna en gættu þess þó að bjóða Sovétríkjunum óhagstæðan samning. Mánuði seinna var stærri fundur haldinn og flestum ríkjum Evrópu boðið að mæta. Ljóst þótti að Sovétríkin myndu ekki mæta og utanríkisráðherrar Tékkóslóvakíu og Póllands voru kallaðir til Kremlar þar sem þeir fengu tiltal hjá Jósef Stalín fyrir að sýna þessu áhuga. Sovétríkin undirbjuggu þá sambærilega áætlun sín megin járntjaldsins sem nefnt var „Ráð gagnkvæmnar efnahagslegrar aðstoðar“ (COMECON). Evrópuþjóðir þær, 16 talsins, sem vildu þiggja aðstoðina höfðu hver fyrir sig sérstakar hugmyndir um þau skilyrði sem yrðu sett fyrir henni. Enn átti eftir að samþykkja lög þess efnis á bandaríska þinginu. Ráðamenn í Evrópu báðu upphaflega um 22 milljónir dollara, sem ríkisstjórn Trumans skar niður í 17 milljónir og var loks samþykkt að veittar yrðu 5 milljónir upphaflega sem á endanum yrðu u.þ.b. 13 milljónir.

Harry Truman, bandaríkjaforseti, undirritaði lög um Efnahagslega Samvinnu Stjórn (e. Economic Cooperation Administration) þann 3. apríl 1948. Í Evrópu var stofnuð sambærileg stofnun sem seinna varð að OECD.

[breyta] Ísland

Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi alþingismaður Alþýðuflokksins, flutti fyrirlestur þann 25. apríl 1948 í Háskóla Íslands þar sem hann rakti aðdraganda áætlunarinnar og sagði það henta best ef Bandaríkjamenn gætu lánað fé sem Íslendingar mættu sjálfir ráðstafa frekar en að aðstoðin yrði í formi vara eða hráefnis.

Vér erum framleiðendur matvæla og feitmetis fyrst og fremst, en einmitt þær vörur skortir sumar hinna þjóðanna mjög, þótt ekki geti þær greitt þær með þeim gjaldeyri, dollurum, sem oss skortir til kaupa á nauðsynjum. Þáttaka Íslendinga gæti orðið á þann veg og þann veg einan, að þeir seldu þessum þjóðum framleiðslu sína og fengju hana greidda af fé, sem Bandaríkjastjórn léti hlutaðeigandi landi í té, eða að Bandaríkjastjórn keypti íslenzkar afurðir til þess að afhenda þær þurfandi þjóðum, og yrði það sem liður í aðstoðinni við þær. Á þennan veg væri bætt úr dollaraþörf þjóðarinnar, án þesss að hún yrði nokkurrar fjárhagsaðstoðar aðnjótandi, og væri það vissulega æskilegast. Sé völ á góðum framleiðslutækjum að láni, virðist þó slíkt vel geta komið til mála. Þótt þjóðin hafi aukið mjög við framleiðslutæki sín eftir að stríðinu lauk, er enn fjarri því, að hún sé orðin nægilega auðug að slíkjum tækjum. Hana skortir ennþá skip, fiskiðjuver, stórvirkar landbúnaðarvélar og fjölmörg iðnaðartæki, svo sem sementsverksmiðju og áburðarverksmiðju. Lán til slíkra framkvæmda verða ekki talin óheilbrigð, heldur geta verið til mikilla hagsbóta.“ (Gíslason. 1948. bls 33)

Marshall aðstoðin var samt sem áður í megindráttum í formi inneignarnótna eða úttekta á innfluttum bandarískum vörum. Mikilvægara var þó að keyptir voru togarar, dráttarbátar og landbúnaðarvélar og var jafnframt ráðist í stærri framkvæmdir s.s. bygging Sogsvirkjunar, Laxárvirkjunar, áburðarverksmiðju í Gufunesi, steypuverksmiðju, hraðfrystihúsa og klæðaverksmiðju Álafoss svo fátt eitt sé nefnt.

Fjárveitingarnar skiptust í þrjá flokka:
Óafturkræf framlög: 29.850.000 kr.
Lán: 5.300.000 kr.
Skilorðsbundin framlög: 3.500.000 kr.
Samtals: 38.650.000 kr.

[breyta] Áhrif

Evrópulönd höfðu nær engan erlenda gjaldeyri eftir seinna stríð og því var þetta mikilvæg aðstoð svo að Evrópulönd gætu hafið aftur innflutning vara landa á milli. Ýmis skilyrði voru sett fyrir því hvernig Marshallfjármagninu skyldi eytt til uppbyggingar.

Marshall aðstoðinni lauk formlega 1953 en margt er á huldu varðandi hvaða fjárútlát Bandaríkjanna eigi að teljast til aðstoðarinnar og hvaða ekki. Þessi ár aðstoðarinnar voru ár mikillar hraðrar enduruppbyggingar, að miklu leyti þökk sé Marshallaðstoðinni.

Ekki eru þó allir á eitt um tilgang aðstoðarinnar og sjá sumir hana sem gott dæmi um góðvilja bandarískrar utanríkisstefnu (á þeim tíma) en aðrir sem form af efnahagslegri heimsvaldastefnu.

[breyta] Heimildir

THIS WEB:

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - be - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - closed_zh_tw - co - cr - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - haw - he - hi - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - ru_sib - rw - sa - sc - scn - sco - sd - se - searchcom - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sq - sr - ss - st - su - sv - sw - ta - te - test - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tokipona - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu

Static Wikipedia 2008 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2007:

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - be - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - closed_zh_tw - co - cr - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - haw - he - hi - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - ru_sib - rw - sa - sc - scn - sco - sd - se - searchcom - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sq - sr - ss - st - su - sv - sw - ta - te - test - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tokipona - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu

Static Wikipedia 2006:

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - be - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - closed_zh_tw - co - cr - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - haw - he - hi - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - ru_sib - rw - sa - sc - scn - sco - sd - se - searchcom - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sq - sr - ss - st - su - sv - sw - ta - te - test - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tokipona - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu