Ariel Sharon
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ariel Sharon (hebreska: אריאל שרון) (fæddur 27. febrúar 1928) er fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.
Hann var einn af stofnendum Likud flokksins og var formaður hans í nokkur ár. Árið 2005 sagði hann sig úr flokknum og stofnaði annan flokk, Kadima.
Þann 18. desember 2005 var hann fluttur með hraði á sjúkrahús með heilablóðfall sem reyndist ekki vera mjög hættulegt og hann náði sér fljótt á strik. Ekki var talið að hann hefði orðið fyrir heilaskemmdum.
Þann 4. janúar 2006 var hann aftur fluttur á sjúkrahús, en í það skiptið var um heilablæðingu að ræða - en hún er mun hættulegri en heilablóðfall. 6. janúar 2006 blæddi enn inn á heila hans, smávægilega þó. Talið er að Sharon hafi orðið fyrir varanlegum heilaskemmdum vegna þessara heilablæðinga en ekki er víst hvers konar afleiðingar þær hafa en þær gætu verið líkamlegar og andlegar. Frá um miðjan janúar og út þann mánuð var Sharon ekki talinn í lífshættu og ástand hans stöðugt þó tvísýnt væri. Þann 9. janúar hreyfði Sharon hægri hendi og hægri fót, sem er mjög jákvætt merki.
Þann 11. febrúar uppgötvuðust alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans, svo alvarlegum að hann þurfti að gangast undir uppskurð þegar í stað. Hann er aftur talinn í lífshættu.
Þáverandi varaforsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, tók við sem starfandi forsætisráðherra í veikindum Sharons. Kadima vann stórsigur í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru 28. mars 2006 og Olmert tók formlega við forsætisráðherraembættinu 14. apríl sama ár eftir að hafa verið starfandi forsætisráðherra síðan 4. janúar.
[breyta] Heimildir
- „Ariel Sharon á ensku Wikipedia“. Sótt 5. janúar 2006.
- „Grein á CNN um heilablóðfall og heilablæðingu Sharons“. Sótt 5. janúar 2006.
- „Grein á ensku Wikipedia um heilablóðfall“. Sótt 5. janúar 2006.
- „Morgunblaðið - Sharon undirgengst neyðaraðgerð ...“. Sótt 6. janúar 2006.
- „- Row rages over Sharon treatment“. Sótt 9. janúar 2006.
- „- Doctors decide to awaken Sharon“. Sótt 9. janúar 2006.
- „Sharon moves left hand...“. Sótt 11. janúar 2006.
- „Sharon's condition worsened“. Sótt 11. febrúar 2006.