19. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2006 Allir dagar |
19. desember er 353. dagur ársins (354. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 12 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Skyrjarmur til byggða þennan dag.
- 1821 - Eldgos hófst í Eyjafjallajökli, sem aldrei hafði gosið fyrr á sögulegum tíma.
- 1901 - Stórbruni varð á Akureyri og urðu 50 manns heimilislausir er tólf hús brunnu.
- 1967 - Lögræðisaldur var lækkaður úr 21 ári í 20 ár. Síðar var hann svo lækkaður aftur í 18 ár.
- 1969 - Alþingi samþykkti að Ísland gengi í EFTA frá og með 1. mars 1970.
- 1983 - Sigurður Magnússon og Ingibjörg Daðadóttir, hjón í Stykkishólmi, áttu 75 ára hjúskapararafmæli. Eftir það lifði Sigurður í fimm mánuði en Ingibjörg í fjögur ár.
- 1989 - Húsnæðisstofnun ríkisins gaf út fyrstu húsbréfin.
- 1992 - Frumsýnd var kvikmyndin Karlakórinn Hekla í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur.
[breyta] Fædd
- 1956 - Jens Fink-Jensen, danskur rithöfundur og ljóðskáld.
[breyta] Dáin
- 1741 - Vitus Bering, danskur landkönnuður, deyr úr skyrbjúg í Alaska (f. 1681).
- 1851 - William Turner, breskur listmálari (f. 1775).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |