1. apríl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2006 Allir dagar |
1. apríl er 91. dagur ársins (92. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 274 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1807 - Trampe stiftamtmaður setti reglugerð um brunavarnir í Reykjavík. Bannað var að reykja pípu innanhúss og nálægt eldfimum efnum.
- 1855 - Einokunarverslun Dana var aflögð og máttu Íslendingar eftir það versla við allar þjóðir.
- 1873 - Hilmar Finsen varð fyrsti landshöfðingi Íslands. Hann var áður stiftamtmaður en síðar borgarstjóri í Kaupmannahöfn.
- 1891 - Wrigley-fyrirtækið var stofnað í Chicago í Bandaríkjunum.
- 1896 - Álafoss hóf ullarvinnslu.
- 1924 - Adolf Hitler var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátttöku sína í valdaránstilraun í München árið 1923. Hann sat þó aðeins inni í níu mánuði.
- 1936 - Alþýðutryggingalög gengu í gildi á Íslandi.
- 1955 - Hátíðahöld til að minnast aldarafmælis frjálsrar verslunar á Íslandi.
- 1955 - Aprílgabb birtist í Tímanum um væntanlegan fund æðstu ráðamanna heims í Reykjavík. Slíkur fundur varð ekki á dagskrá fyrr en 31 og hálfu ári síðar, 10. október 1986.
- 1976 - Tölvufyrirtækið Apple var stofnað af Steve Jobs, Steve Wozniak og Mike Markkula
- 1984 - Marvin Gaye, söngvari, var skotinn til bana af föður sínum.
- 2001 - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu gaf sig fram við sérsveitir lögreglu.
[breyta] Fædd
- 1815 - Otto von Bismarck, stjórnmálamaður (d. 1898)
- 1873 - Sergei Rachmaninoff, tónskáld, píanóleikari og stjórnandi (d. 1943)
- 1920 - Toshirō Mifune, leikari (d. 1997)
- 1929 - Milan Kundera, rithöfundur
- 1932 - Debbie Reynolds, leikkona
- 1971 - Method Man, tónlistarmaður
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |