16. nóvember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | ||
2006 Allir dagar |
16. nóvember er 320. dagur ársins (321. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 45 dagar eru eftir af árinu. Þessi dagur er Dagur íslenskrar tungu.
[breyta] Atburðir
- 1624 - Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal, 230 ára gömul bygging, fauk af grunni og gjöreyðilagðist í aftaka norðanveðri.
- 1907 - Stytta af Jónasi Hallgrímssyni eftir Einar Jónsson myndhöggvara var afhjúpuð við Amtmannsstíg í Reykjavík í tilefni af því að öld var liðin frá fæðingu skáldsins. Styttan var sú fyrsta sem upp var sett í Reykjavík eftir annan Íslending en Thorvaldsen. Hún var síðar flutt í Hljómskálagarðinn.
- 1917 - Reykjavíkurhöfn var formlega tekin í notkun og afhentu danskir verktakar bæjaryfirvöldum í Reykjavík höfnina.
- 1938 - Minnisvarði var afhjúpaður í Fossvogskirkjugarði á leiði óþekkta sjómannsins. Ríkharður Jónsson myndhöggvari gerði myndina.
- 1946 - Jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar voru jarðsettar í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, en upphaflega var hann grafinn í Kaupmannahöfn.
- 1957 - Nonnahús á Akureyri var opnað sem minjasafn þegar öld var liðin frá fæðingu Jóns Sveinssonar rithöfundar (Nonna).
- 1972 - Heimsminjaskrá UNESCO var sett á stofn.
- 1996 - Auður Laxness, ekkja Halldórs Laxness, gaf handritadeild Þjóðarbókhlöðunnar bréfasafn manns síns.
- 1996 - Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
[breyta] Fædd
- 1807 - Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðingur, skáld og einn Fjölnismanna, (d. 1845).
- 1857 - Jón Sveinsson (Nonni), rithöfundur og kaþólskur prestur, (d. 1944).
Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |