19. nóvember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | ||
2006 Allir dagar |
19. nóvember er 323. dagur ársins (324. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 42 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1594 - Hvítá í Árnessýslu þornaði upp á tveimur stöðum í stormi og var gengið þurrum fótum út í hólma í ánni segir Skarðsárannáll.
- 1875 - Myndastytta af Bertel Thorvaldsen eftir hann sjálfan var afhjúpuð á Austurvelli á 105 ára afmæli Thorvaldsens. Styttan var flutt í Hljómskálagarðinn 1931.
- 1875 - Thorvaldsensfélagið var stofnað í Reykjavík. Stofnendur voru 24 konur og er þetta elsta kvenfélag í Reykjavík.
- 1899 - Fríkirkjusöfnuður var stofnaður í Reykjavík.
- 1919 - Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað.
- 1946 - Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar.
- 1959 - Auður Auðuns var kjörin borgarstjóri í Reykjavík með Geir Hallgrímssyni. Hún gegndi þessu embætti í tæplega eitt ár, fyrst kvenna.
- 1974 - Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík og hófst þá Guðmundar- og Geirfinnsmálið svonefnda.
- 1983 - Fyrsta bjórkráin, Gaukur á Stöng, var opnuð í Reykjavík en bjór var ekki leyfður og var því selt svonefnt bjórlíki þar til 1. mars 1989.
- 2006 - Leikjatölvan Wii frá Nintendo kemur út í Bandaríkjunum.
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |