Mánuður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mánuður er tímabil sem hefur enga fasta lengd. Upprunalega voru þeir allir 30 sólarhringar og er það nokkurn veginn tíminn sem líður á milli fullra tungla. Yfir söguna hafa lengdir mánaða verið breytilegar og geta núna haft 28 til 31 sólarhringa eftir því hvaða mánuð er um að ræða.
Núna eru 12 mánuðir í árinu og hafa þeir allir sín eigin nöfn, sá fyrsti heitir janúar og sá seinasti desember. Á Íslandi var hins vegar annað skipulag á mánuðum áður en núverandi skipulag var tekið upp.
[breyta] Núverandi mánaðarskipulag:
Í Gregoríska tímatalinu eru, líkt því Júlíaska, tólf mánuðir:
- Janúar (31 dagur)
- Febrúar (28 dagar, 29 á hlaupári)
- Mars (31 dagur)
- Apríl (30 dagar)
- Maí (31 dagur)
- Júní (30 dagar)
- Júlí (31 dagur)
- Ágúst (31 dagur)
- September (30 dagar)
- Október (31 dagur)
- Nóvember (30 dagar)
- Desember (31 dagur)
[breyta] Eldra mánaðarskipulag
Á Íslandi var til forna notað eftirfarandi mánaðarskipulag (með dögum skráðum samkvæmt núverandi skipulagi):
- Þorri - 13. janúar til 11. febrúar
- Góa - 12. febrúar til 13. mars
- Einmánuður - 14. mars til 13. apríl
- Harpa - 14. apríl til 13. maí
- Skerpla - 14. maí til 12. júní
- Sólmánuður - 13. júní til 12. júlí
- Heyannir - 13. júlí til 14. ágúst
- Tvímánuður - 15. ágúst til 14. september
- Haustmánuður - 15. september til 13. október
- Gormánuður - 14. október til 13. nóvember
- Ýlir - 14. nóvember til 13. desember
- Mörsugur - 14. desember til 12. janúar