Christiaan Huygens
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Christiaan Huygens (1629 – 1695) var hollenskur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og eðlisfræðingur. Í stærðfræði og eðlisfræði er hans helst minnst fyrir rannsóknir á pendúlklukkum og aflfræðilegar rannsóknir. Meðal annars fann hann regluna fyrir sveiflutíma einfalds pendúls og miðflóttaafl í jafnri hringhreyfingu.