Pablo Picasso
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pablo Picasso (25. október 1881 – 8. apríl 1973) var spænskur listmálari og myndhöggvari og einn af þekktustu listamönnum 20. aldar. Hann er einkum þekktur fyrir að hafa þróað kúbismann ásamt Georges Braque. Picasso var sonur listamanns og listaskólakennara í Malaga. 1895 flutti fjölskyldan til Barselóna þar sem hann hóf nám hjá föður sínum. Hann hóf nám við Listaakademíuna í Barselóna en hvarf frá námi eftir nokkra mánuði og setti upp sína eigin vinnustofu. Þar tók hann upp ættarnafn móður sinnar, Picasso, til að honum yrði ekki ruglað saman við föður hans. 1904 flutti hann til Parísar þar sem hann bjó mestalla ævina eftir það, til 1961 þegar hann fluttist til Cannes. Áhugi á myndlist frá Afríku 1906 varð til þess að myndlist Picassos þróaðist út í það sem síðar var kallað kúbismi. 1907 sýndi hann verkið Les Demoiselles d'Avignon sem markar upphaf þeirrar listastefnu, þótt hún næði ekki hátindi sínum fyrr en tveimur árum síðar.