Myndlist
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndlist er heiti á þeim fjölmörgu og fjölbreyttu listgreinum sem ganga fyrst og fremst út á sjónræna upplifun fyrir áhorfanda. Hefðbundnar tegundir myndlistar eru málaralist, teikning, prentlist og höggmyndalist. Nýjar listgreinar eins og innsetningar, gjörningalist og vídeólist eru oft flokkaðar sem myndlist öðru fremur og viss tegund veggjakrots er stundum talin til myndlistar. Líka er stundum talað um kvikmyndagerð eða ljósmyndun sem myndlist.
Myndlist er aðgreind frá sviðslistum, orðlistum, tónlist og matargerðarlist, þótt skilin séu langt frá því að vera skýr.