Indland
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Indlands | |
Kjörorð ríkisins: Satyamēva Jayatē (sanskrít: Sannleikurinn einn sigrar) | |
Opinbert tungumál | Hindí, enska og 21 annað tungumál. |
Höfuðborg | Nýja Delhi |
Forseti | APJ Abdul Kalam |
Forsætisráðherra | Manmohan Singh |
Flatarmál - Samtals - % vatn |
7. sæti 3.287.590 km² 9,5% |
Fólksfjöldi - Samtals (2006) - Þéttleiki byggðar |
2. sæti 1.091.351.995 332/km² |
Gjaldmiðill | Indversk rúpía |
Tímabelti | IST (UTC +5:30) |
Þjóðsöngur | Jana Gana Mana |
Rótarlén | .in |
Alþjóðlegur símakóði | 91 |
Lýðveldið Indland er annað fjölmennasta land jarðarinnar og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Þar býr rétt yfir einn milljarður manns. Á síðustu 20 árum hefur Indland vaxið mikið bæði hvað varðar fólksfjölda og áhrif á svæðinu. Í dag er indverska hagkerfið það fjórða stærsta í heiminum, ef verg þjóðarframleiðsla er mæld út frá kaupmáttarjafnvægi, hagvöxtur þar var sá annar hæsti í heiminum árið 2003. Indland er langfjölmennasta lýðræðisríki heimsins og vaxandi hernaðarveldi, það hefur yfir að ráða kjarnorkuvopnum og einum stærsta herafla heimsins.
Landið er í Suður-Asíu með 7000 km langa strandlengju við Indlandshaf. Indland á landamæri að Pakistan, Kína, Mjanmar (áður Búrma), Bangladess, Nepal, Bútan og Afganistan. Srí Lanka, Maldíveyjar og Indónesía eru nærliggjandi eyríki í Indlandshafi. Indland hefur verið heimili margra elstu siðmenninga veraldar og hefur fætt af sér fjögur af stærstu trúarbrögðum nútímans: hindúisma, búddhisma, jainisma og sikhisma. Landið var hluti af Breska heimsveldinu fram til 1947, þegar það hlaut sjálfstæði.
Afganistan · Armenía1 · Aserbaídsjan (að hluta) · Austur-Tímor · Bangladess · Barein · Brúnei · Bútan · Egyptaland (að hluta) · Filippseyjar · Georgía1 (að hluta) · Heimastjórnarsvæði Palestínumanna · Indland · Indónesía · Íran · Írak · Ísrael · Japan · Jemen · Jórdanía · Kambódía · Kasakstan (að hluta) · Katar · Kirgistan · Kína · Kúveit · Kýpur1 · Laos · Líbanon · Malasía · Maldíveyjar · Mjanmar · Mongólía · Nepal · Norður-Kórea · Óman · Pakistan · Rússland (að hluta) · Sameinuðu arabísku furstadæmin · Sádí-Arabía · Singapúr · Srí Lanka · Suður-Kórea · Sýrland · Tadsjikistan · Taíland · Túrkmenistan · Tyrkland (að hluta) · Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur · Tævan · Úsbekistan · Víetnam
1. Venjulega talin til Asíu landfræðilega, en oft talin til Evrópulanda af menningarlegum og sögulegum ástæðum.