Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions Evrópusambandið - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Evrópusambandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evrópusambandið (stytt ESB eða ES) er yfirþjóðleg samtök 25 Evrópuríkja með höfuðstöðvar í Brussel. Sambandið var stofnað í núverandi mynd með undirritun Samnings um Evrópusambandið sem þekktur er sem Maastrichtsamningurinn þann 7. febrúar 1992. Stór hluti af starfsemi sambandsins hafði þó áður farið fram innan stofnana sem rekja sögu sína aftur til 6. áratugar 20. aldar.

Evrópufáninn, fáni Evrópusambandsins
(Evrópufáninn, fáni Evrópusambandsins)
Kjörorð: In varietate concordia
(Latína: Sameinuð í fjölbreytileika)
Staðsetning ESB
Opinber tungumál Sjá tungumál í Evrópusambandinu.
Forsetar
-Evrópska ráðsins
-Ráðs ESB
-Framkvæmdastjórnar
-Evrópuþingsins

Matti Vanhanen
Finnland
José Manuel Durão Barroso
Josep Borrell Fontelles
Flatarmál

 – Alls

7. sæti *

3.976.372 km²

Fólksfjöldi

 – Samtals (2004)
 – Þéttleiki

3. sæti *

459.500.000 (ESB 25)
115.6/km²

VLF

 - Samtals (2004)
 - VLF á mann

1. sæti *

€ 9,61·10¹² [1]
€ 21.125

Stofnun (sem EBE)

 - Undirritun
 - Gildistaka

Stofnun (sem ESB)
 - Undirritun
 - Gildistaka

Rómarsáttmáli

 - 25. mars 1957
 - 1. janúar 1958

Maastrichtsamningurinn
 - 7. febrúar 1992
 - 1. nóvember 1993

Gjaldmiðlar aðildarríkja Evran (EUR eða €)

(Evrusvæðið, stofnanir ESB)
Í öðrum aðildarríkjum: [2]
Í ERM II: DKK, EEK, LTL, SIT.
Ekki í ERM II: CYP, CZK, GBP, HUF, LVL, MTL, PLN, SEK, SKK.

Tímabelti UTC 0 til +2

(+1 til +3 þegar sumartími er í gildi)
(að frönskum départementum utan Evrópu meðtöldum, UTC -4 to +4)

Einkennislag „Óður til gleðinnar“

(Ode an die Freude)

Rótarlén .eu
* ef sambandið er talið ein heild

Efnisyfirlit

[breyta] Staða

Evrópusambandið er um margt einstakt þegar kemur að alþjóðastofnunum, hvort heldur er alþjóðlegum eða svæðisbundnum. Fyrst ber að líta á, að Evrópusambandið felur í sér dýpra og víðtækara samstarf milli aðildarríkja en nokkur önnur alþjóðasamtök geta státað af, einnig það að áhrif Evrópusambandsins á löggjöf aðildarríkjanna eru meiri en gengur og gerist og þar með eru áhrif þess á daglegt líf borgara í þessum löndum meiri en fylgja yfirleitt aðild að alþjóðasamtökum. Sambandið getur jafnvel sjálft sett lög, sem gilda sjálfkrafa í öllum aðildarríkjum, án þess að þau þurfi að gera nokkuð til að staðfesta þau.

Sambandinu er fátt óviðkomandi og það starfar á sviðum frá heilsugæslu og efnahagsmálum að utanríkis- og varnarmálum en aðildarríkin hafa framselt mismikið af valdi sínu til ESB eftir því um hvaða málaflokk er að ræða. Hvað varðar peningastefnu, landbúnað, viðskipti og umhverfismál t.d. jafnast ESB á við sambandsríki að völdum. Utanríkismál eru hinsvegar dæmi um málaflokk, sem er alveg á hinum enda skalans, samstarfið í þeim flokki er meira í ætt við hefðbundið milliríkjasamstarf, þar sem ekkert aðildarríki verður þvingað til að taka þátt í aðgerðum, sem það er ekki sammála. Aðrir málaflokkar lenda svo þarna mitt á milli. Evrópusambandið er þannig einstakt í sinni röð, hvorki hefðbundin alþjóðastofnun né sambandsríki, heldur er það stofnun sem er „sérstaks eðlis“ (sui generis).

Það hversu langt á að ganga með þessu samstarfi hefur verið uppspretta deilna frá upphafi þess og skoðanir eru skiptar bæði innan aðildarríkja sem og á milli þeirra. Þannig hafa meginlandsþjóðir á borð við Frakka, Þjóðverja og Benelúx-löndin yfirleitt verið jákvæðari gagnvart dýpra sambandi en þjóðir eins og Norðurlöndin og Bretland t.d. hafa ekki viljað ganga eins langt.

[breyta] Uppruni og saga

Þessi nána samvinna á rætur að rekja til þeirra markmiða, sem menn settu sér í Vestur-Evrópu, þegar síðari heimsstyrjöld lauk. Markmiðið var að koma á varanlegum friði í Evrópu, eftir að hvert stríðið hafði rekið annað í aldaraðir. Kola- og stálbandalag Evrópu varð fyrsti vísirinn að því að efla samstarf Evrópuríkja, fyrst skyldi leitast við að gera ríkin efnahagslega háð hvert öðru og sáttmálinn um Kola og stálbandalagið gerði það með því að setja kola-, járn- og stálframleiðslu undir sameiginlega stjórn og á sameiginlegan markað. Með því að gera ríkin efnahagslega háð hvert öðru var verulega dregið úr líkum á því, að þau gætu beitt vopnum gegn hvert öðru. Það er athyglisvert að Kola- og stálbandalagið varð til upp úr viðræðum Frakka og Þjóðverja, en skærur milli þessara tveggja þjóða höfðu verið einn af meginþáttunum í áðurnefndri stríðssögu Evrópu, allt frá því að mörk þess, sem seinna varð að Frakklandi og Þýskalandi nútímans, voru dregin með Verdun-samningnum 843.

[breyta] Aðildarríki og stækkunarlotur

Frá 1. maí 2004 hefur Evrópusambandið haft 25 aðildarríki.

kort af aðildarríkjum ESB

Stofnmeðlimir sambandsis 1952/1958 voru: Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. 19 ríki hafa gengið í sambandið síðan þá í nokkrum stækkunarlotum.

Ár Lönd
1973 Bretland, Danmörk og Írland
1981 Grikkland
1986 Portúgal og Spánn
1995 Austurríki, Finnland og Svíþjóð
2004 Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland

Athugasemdir:

[breyta] Uppbygging

Stofnanir og lagareglur Evrópusambandsins eru fjölmargar og hlutverk þeirra skarast oft. Þetta er afleiðing þess að sambandið byggir á röð milliríkjasamninga, sem hafa orðið til á nokkrum áratugum. Á seinni árum hefur verið hreyfing í þá átt að sameina og einfalda samningana og er Stjórnarskrá Evrópusambandsins dæmi um það.

[breyta] Þrjár stoðir ESB

Með samningnum um Evrópusambandið (Maastricht) var hinum svokölluðu þremur stoðum Evrópusambandsins komið á fót. Þetta fyrirkomulag varð til í aðdraganda Maastrichtsamningsins, þegar sumum aðildarríkjum þótti æskilegt að utanríkis-, öryggis- og varnarmál, málefni innflytjenda og hælisleitenda og samvinna lögreglu og dómstóla yrðu partur af samstarfinu en önnur ríki vildu ekki að þessi mál féllu undir Evrópubandalagið vegna þess að þau væru of viðkvæm til að treysta stofnun með yfirþjóðlegt vald til að sjá um þau, betra væri ef að samstarfið á þessum sviðum færi fram eins og hefðbundið milliríkjasamstarf, þar sem ríkisstjórnir aðildarríkjanna eiga ávallt seinasta orðið.

Í málamiðlunarskyni var ákveðið að fella þessi mál ekki undir Evrópubandalagið heldur búa til sérstakar „stoðir“, þar sem vald EB stofnanna á borð við Evrópuþingið, Framkvæmdastjórnina og Evrópudómstólinn er takmarkað verulega. Með breytingunum, sem gerðar voru í Amsterdam- og Nicesamningunum hafa þessir málaflokkar þó færst nær þeirri (yfirþjóðlegu) málsmeðferð, sem tíðkast innan EB (gjarnan kölluð Bandalagsaðferðin). Stærsta breytingin í þessa átt var þegar mörg málefni, sem áður féllu undir stoð III voru færð undir Bandalagsstoðina eftir Amsterdamsamninginn. Drög að Stjórnarskrá Evrópusambandsins gera ráð fyrir því, að stoðakerfið verði aflagt og málefni þeirra sett undir Evrópusambandið sjálft.

[breyta] Stoð I: Evrópubandalagið

Áður en stofnun Evrópusambandsins var lýst yfir var nafnið Evrópubandalagið notað yfir þau lönd sem þá voru þátttakendur í samstarfinu. Evrópubandalagið er ennþá til en nú sem fyrsta stoð ESB og sú langmikilvægasta. Það sem flestir sjá sem Evrópusambandið er í raun og veru Evrópubandalagið, það er stofnunin sem rekur m.a. Evrópuþingið, Framkvæmdastjórnina og Ráðið. Evrópubandalagið hefur, ólíkt hinum stoðunum, yfirþjóðlegt vald.

[breyta] Stoð II: Sameiginleg utanríkis- og öryggisstefna

Samvinna á sviði utanríkismála hófst árið 1970 innan Evrópubandalagsins með svokallaðri Lúxemborgarskýrslu. Með einingarlögunum var samvinnan lögfest en þá fólst hún fyrst og fremst í því að ríkin hefðu samráð um utanríkismál. Hræringar í heimsmálunum í upphafi 10. áratugarins kölluðu á nánari samvinnu á þessu sviði og í samningnum um ESB var gert ráð fyrir því, að sambandið sem slíkt gæti haft sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu.

Samstarfið innan þessarar stoðar fer fram í gegnum stofnanir ESB, sérstaklega Ráðið og Evrópska ráðið. Evrópska ráðið skilgreinir meginreglurnar og leiðbeiningarreglurnar fyrir samstarfið en Ráðið hrindir þeim í framkvæmd með því að samþykkja sameiginlega afstöðu og sameiginlegar aðgerðir. Í báðum tilfellum verður ráðið að veita einróma samþykki sitt.

[breyta] Stoð III: Lögreglusamvinna og lagaleg samvinna í refsimálum

Aðildarríki EB höfðu haft samvinnu um svokölluð lagaleg og innri málefni allt frá árdögum bandalagsins en með Maastrichtsamningnum var leitast við að kerfisbinda samstarfið undir merkjum Evrópusambandsins. Upphaflega var þessi stoð kölluð „samvinna um lagaleg og innri málefni“ en með Amsterdamsamningnum voru málefni ólöglegra innflytjenda, vegabréfsáritanir, hælisveitingar og samvinna dómstóla í einkamálum færð undir Bandalagsstoðina.

Söguleg uppbygging ESB
Uppbygging Evrópusambandsins og Evrópubandalagsins í gegnum tíðina.

[breyta] Stofnanir ESB

Stofnanir Evrópusambandsins eru:

  • Evrópuþingið (732 þingmenn)
  • Ráð Evrópusambandsins (eða „Ráðherraráðið“) (25 meðlimir)
    • Evrópska ráðið (25 meðlimir) (það er umdeilt hvort það teljist sérstök stofnun eða hvort það sé Ráðið skipað með sérstökum hætti)
  • Framkvæmdastjórnin (25 meðlimir)
  • Evrópudómstóllinn (15 dómarar)
  • Endurskoðendadómstóllinn (25 meðlimir)

Á vegum ESB eru einnig fjármálastofnanirnar:

  • Seðlabanki Evrópu
  • Fjárfestingarbanki Evrópu

Að auki hafa verið settar á laggirnar álitsgefandi nefndir:

  • Efnahags- og félagsmálanefndin
  • Byggðanefndin

Evrópski umboðsmaðurinn hefur eftirlit með því að stofnanir ESB misbeiti ekki valdi sínu.

[breyta] Tenglar

Wiktionary merkið
Orðabókaskilgreiningu fyrir Evrópusambandið er að finna í Wikiorðabókinni.
Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Evrópusambandinu er að finna á Wikimedia Commons.

[breyta] Vefsíða Evrópusambandsins

Vefsíða Evrópusambandsins, europa.eu.int á opinberum tungumálum þess. Valdar undirsíður:

[breyta] Aðrar vefsíður

[breyta] Tengt Íslandi

Þetta er gæðagrein
THIS WEB:

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - be - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - closed_zh_tw - co - cr - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - haw - he - hi - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - ru_sib - rw - sa - sc - scn - sco - sd - se - searchcom - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sq - sr - ss - st - su - sv - sw - ta - te - test - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tokipona - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu

Static Wikipedia 2008 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2007:

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - be - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - closed_zh_tw - co - cr - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - haw - he - hi - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - ru_sib - rw - sa - sc - scn - sco - sd - se - searchcom - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sq - sr - ss - st - su - sv - sw - ta - te - test - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tokipona - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu

Static Wikipedia 2006:

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - be - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - closed_zh_tw - co - cr - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - haw - he - hi - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - ru_sib - rw - sa - sc - scn - sco - sd - se - searchcom - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sq - sr - ss - st - su - sv - sw - ta - te - test - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tokipona - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu