28. nóvember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | ||
2006 Allir dagar |
28. nóvember er 332. dagur ársins (333. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 33 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1520 - Þrjú skip undir stjórn Ferdinands Magellans komu á Kyrrahafið eftir að hafa siglt um sundin í Suður-Ameríku.
- 1660 - Konunglega enska vísindafélagið (The Royal Society of London for the Improvement of Natural Knowledge) stofnað í London. Félagið telur sig vera elsta lærdómsfélag heims sem enn er starfandi.
- 1700 - Nýi stíll, gregoríska tímatalið, gekk í gildi á Íslandi. Til leiðréttingar voru dagarnir 17. til 27. nóvember felldir út, þannig að næst á eftir 16. nóvember kom 28. nóvember þetta ár.
- 1821 - Panama fékk sjálfstæði frá Spáni.
- 1921 - Til átaka kom í Reykjavík er lögregla sótti rússneskan dreng heim til Ólafs Friðrikssonar ritstjóra, en Ólafur kom með drenginn frá Rússlandi. Hann fékk ekki landvistarleyfi vegna sérstaks augnsjúkdóms sem hann var með og var því sendur úr landi aftur.
- 1960 - Máritanía fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1971 - Palestínsku hryðjuverkasamtökin Svarti september tóku forsætisráðherra Jórdaníu, Wasfi Tel, af lífi.
- 1971 - Bústaðakirkja var vígð.
[breyta] Fædd
- 1632 - Jean-Baptiste Lully, ítalskt tónskáld (d. 1687).
- 1757 - William Blake, enskt skáld (d. 1827).
[breyta] Dáin
- 1680 - Gian Lorenzo Bernini, ítalskur myndlistarmaður (f. 1598).
- 1694 - Matsuo Bashō, japanskt skáld (f. 1644).
- 1937 - Magnús Guðmundsson, forsætisráðherra Íslands 1926 (f. 1879).
- 1954 - Enrico Fermi, ítalskur eðlisfræðingur (f. 1901).
- 1994 - Jeffrey Dahmer, bandarískur raðmorðingi (f. 1960).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |