Satúrnus (reikistjarna)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Satúrnus er sjötta reikistjarnan frá sólu. Hann er næststærsta reikisstjarna sólkerfisins, á eftir Júpíter og nefndur eftir rómverska guðinum með sama nafni. Í kínveskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hún kölluð Jarðstjarnan, byggt á frumefnunum fimm. Satúrnus er frægur fyrir hringi sína sem eru mjög umfangsmiklir og aðallega úr ís og grjóti.
Líkt og Júpíter er Satúrnus að mestu leyti gerður úr vetni (75%) og helíum (25%), vatni, metani, ammoníaki og bergi og er því svipaður að samsetningu og upprunalega geimþokan sem sólkerfið myndaðist úr.
Innviði Satúrnusar svipar til innviða Júpíters og samanstanda af kjarna úr bergi, lagi úr fljótandi vetni og lagi úr vetni í sameindaformi. Ýmis afbrigði af ís eru einnig til staðar.
Sólkerfið |
Sólin | Merkúríus | Venus | Jörðin (Tunglið) | Mars | Smástirnabeltið |
Júpíter | Satúrnus | Úranus | Neptúnus | Plútó | Kuiper-beltið | Oort-skýið |
Sjá einnig stjarnfræðileg fyrirbæri, og fyrirbæri í sólkerfinu, eftir radíus og massa |