Vistfang
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vistfang eða IP-tala (sem kemur úr Internet Protocol) er tala sem gefin er hverri tölvu sem tengd er netinu þannig að hver tölva hafi sér vistfang. Vistfang tölvu er af gerðinni x.x.x.x eins og t.d. 207.142.131.248 sem er vistfang www.wikipedia.org. Þá er hvert 'x' tala á bilinu 0 til 255.