Neptúnus (reikistjarna)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Neptúnus er áttunda (stundum níunda, þar sem sporbraut Plútós fer stundum inn fyrir sporbraut Neptúnusar) reikistjarna frá Sólu í sólkerfinu. Reikistjarnan er nefnd eftir rómverska sjávarguðinum Neptúnusi og er merki plánetunnar það sama og guðsins, það er þríforkur. Vitað er að Neptúnus hefur 8-13 tungl, það þekktasta af þeim er Tríton. Neptúnus var uppgötvaður af mönnum þann 23. september 1846 og síðan þá hefur aðeins eitt geimfar kannað hann, það var Voyager 2 sem fór þar hjá 25. ágúst 1989.
Sólkerfið |
Sólin | Merkúríus | Venus | Jörðin (Tunglið) | Mars | Smástirnabeltið |
Júpíter | Satúrnus | Úranus | Neptúnus | Plútó | Kuiper-beltið | Oort-skýið |
Sjá einnig stjarnfræðileg fyrirbæri, og fyrirbæri í sólkerfinu, eftir radíus og massa |