National Basketball Association
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
National Basketball Association, sem í daglegu tali kallast NBA, er almennt talin langsterkasta atvinnumannadeild heims í körfuknattleik. Margir af bestu leikmönnum heims leika í NBA deildinni, enda samkeppnin töluvert meiri í þeirri deild en annars staðar. Í NBA deildinni leika nú 30 lið, þar af 29 staðsett í Bandaríkjunum og eitt í Kanada.
NBA-deildin var sett á laggirnar í New York borg þann 6. júní 1946, og hét þá Basketball Association of America (BAA). Nafninu var breytt í National Basketball Association haustið 1949 eftir að nokkur lið úr National Basketball League (NBL), deild sem var í samkeppni við BAA, höfðu runnið inn í BAA.
Í deildinni voru upphaflega aðeins hvítir leikmenn og þjálfarar en hún varð fyrsta atvinnumannadeildin í Bandaríkjunum þar sem ráðinn var þeldökkur þjálfari (árið 1966), þeldökkur framkvæmdastjóri (1972), og þeldökkur meirihlutaeigandi liðs (2002).
[breyta] Heimildir
- Þýtt úr ensku.