Dystópía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dystópía er skálduð samfélagsmynd sem er andstæða útópíu. Orðið er komið úr grísku og þýðir bókstaflega „vondur staður“. Oftast er átt við alræðis- og valdaboðssinnaða ríkisstjórn eða annarskonar kúgað samfélag.