Vín (Austurríki)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tölfræði | |
---|---|
Flatarmál: | 415 km² |
Mannfjöldi: | 1.631.082 (2005) |
breiddar- og lengdargráða: | 48°13′ N 16°22′ E |
Vín eða Vínarborg, (þýska: Wien) er höfuðborg og eitt af níu sambandslöndum Austurríkis. Íbúafjöldi borgarinnar er 1,6 milljónir (2,2 milljónir i borginni og nágrannabyggðum) sem gerir Vín að langstærstu borg landsins. Borgin stendur á bökkum Dónár og nær yfir 415 ferkílómetra svæði. Hún var stofnuð af Keltum um 500 f.Kr. varð síðan hluti Rómaveldis og varð árið 1440 að höfuðstað Habsborgara og varð þannig eins konar höfuðborg Hins heilaga rómverska ríkis og síðar formlega höfuðborg Austurríska keisaradæmisins og Austurrísk-ungverska keisaradæmisins.