Kóngssveppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kóngssveppur | |||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kóngssveppur (B. edulis)
Skógur nálægt Rambouillet, Frakklandi |
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Boletus edulis Bull.:Fr. |
|||||||||||||||
|
Kóngssveppur (fræðiheiti: Boletus edulis) er mjög eftirsóttur ætisveppur. Hann vex í skógi og kjarri um allt í Evrópu (meðal annars á Íslandi, en er ekki sérstaklega algengur) og Norður-Ameríku. Kóngssveppur er pípusveppur sem verður allt að 20 sm í þvermál, er brúnn á litinn með hvítt hold og gildan staf sem breikkar aðeins niður. Lyktin af honum minnir á hefað deig. Pípulagið er fyrst hvítt en gulnar með aldrinum og verður þá seigt þannig að best er að skera það af fyrir matreiðslu.