Einar Már Guðmundsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einar Már Guðmundsson (fæddur 18. september 1954 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og skáld. Árið 1995 hlaut hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Englar alheimsins.
Fyrstu bækur hans voru ljóðabækurnar „Sendisveinninn er einmana“ og „Er nokkur í kórónafötum hér inni?“ árið 1980, en hann er þó þekktari sem skáldsagnarhöfundur. Fyrstu skáldsögu sína, Riddarar hringstigans, gaf hann út 1982.
Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1995 fyrir skáldsöguna Englar alheimsins, sem var kvikmynduð árið 2000, en Friðrik Þór Friðrikson leikstýrði henni.
Efnisyfirlit |
[breyta] Þýðingar
Bækur hans hafa verið þýddar á norsku, færeysku, grænlensku, sænsku, dönsku, finnsku, þýsku, ensku, ítölsku, spænsku og hollensku. Einar Már Guðmundsson hefur þýtt bækur eftir Ian McEwan yfir á íslensku.
[breyta] Verk
- 1980: Sendisveinninn er einmana, ljóð (Gallerí Suðurgata 7, Reykjavík)
- 1980: Er nokkur í kórónafötum hér inni? ljóð (Gallerí Suðurgata 7, Reykjavík)
- 1981: Róbinson Krúsó snýr aftur, ljóð (Iðunn, Reykjavík)
- 1982: Riddarar hringstigans, skáldsaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
- 1983: Vængjasláttur í þakrennum, skáldsaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
- 1986: Eftirmáli regndropanna, skáldsaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
- 1988: Leitin að dýragarðinum, smásögur (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
- 1990: Rauðir dagar, skáldsaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
- 1991: Klettur í hafi, ljóð (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
- 1992: Fólkið í steininum, barnasaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
- 1993: Hundakexið, barnasaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
- 1993: Englar alheimsins, skáldsaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
- 1995: Í augu óreiðunnar : ljóð eða eitthvað í þá áttina, ljóð (Mál og menning, Reykjavík)
- 1995: Ljóð 1980-1981, ljóð (Mál og menning, Reykjavík)
- 1997: Fótspor á himnum, skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
- 2000: Draumar á jörðu, skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
- 2001: Kannski er pósturinn svangur, smásögur (Mál og menning, Reykjavík)
- 2002: Ljóð 1980-1995, ljóð (Mál og menning, Reykjavík)
- 2002: Nafnlausir vegir, skáldsaga (Mál og menning, Reykjavik)
- 2004: Bítlaávarpið , skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
[breyta] Verðlaun og viðurkenningar
- 1995 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína, Englar alheimsins
- 1999 Karen Blixen medaljen frá Det Danske Akademi
- 2002 Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskra bókmennta