Breska Suður-Afríkufélagið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Breska Suður-Afríkufélagið (enska: British South Africa Company) var verslunarfélag sem Cecil Rhodes stofnaði til að styrkja landnám og efnahagsþróun í sunnanverðri Afríku á tímum kapphlaupsins um Afríku. Félagið fékk konunglega réttindaskrá árið 1889. Fyrirmynd félagsins var Breska Austur-Indíafélagið.
Félagið kom sér upp eigin her og sigraði matabelemenn og sjónamenn fyrir norðan Limpopofljót. Í þessum átökum notuðu Bretar Maxim-vélbyssuna í fyrsta skiptið í hernaðarátökum. Félagið lagði undir sig stórt svæði sem fyrst var kallað Sambesía og síðan Ródesía.
Árið 1914 var réttindaskráin endurnýjuð með því skilyrði að landnemar fengju aukin pólitísk réttindi. 1923 kaus Bretland að endurnýja ekki réttindaskrána og gerði þess í stað Suður-Ródesíu (sem í dag heitir Simbabve) að sjálfstjórnarnýlendu og Norður-Ródesíu (sem í dag heitir Sambía) að verndarsvæði.