Limpopofljót
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Limpopofljót er fljót sem kemur upp í Suður-Afríku, rétt norðvestan við Jóhannesarborg, og rennur um 1.600 kílómetra leið í austurátt út í Indlandshaf. Það er annað lengsta fljótið í þessum heimshluta. Áin rennur í stóran sveig norðaustur og norður, svo austur og loks suðaustur þar sem það myndar náttúruleg landamæri milli Suður-Afríku og Botsvana í norðvestri, síðan Suður-Afríku og Simbabve í norðaustri, áður en það rennur inn í Mósambík.