Berserkjasveppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Berserkjasveppur Ástand stofns: Í fullu fjöri
|
|||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Berserkjasveppur (Amanita muscaria),
nálægt Tyndrum í Skotlandi |
|||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||
Amanita muscaria (Linnaeus) Hook. |
|||||||||||||||||
|
Berserkjasveppur (fræðiheiti: Amanita muscaria) er sveppur af ættkvíslinni Amanita. Hann hefur mjög einkennandi útlit með rauðan hatt sem hefur hvítar doppur og hvítan beinan stilk. Berserkjasveppur verður stór; hatturinn nær allt að 30 sm í þvermál. Hvítu flekkirnir á hattinum eru leifar af hvítri himnu sem þekur allan sveppinn þegar hann er mjög ungur.
Berserkjaveppur er eitraður og inniheldur nokkur geðvirk efni. Sjaldgæft er að fólk deyi af neyslu hans en jafnvel lítið magn veldur meltingartruflunum, sljóleika, skapsveiflum og ofskynjunum. Magn eiturefna í sveppnum er þó mjög mismunandi eftir stöðum og árstíma.
Íslenskt nafn sitt mun sveppurinn hafa dregið af þeirri hugmynd að víkingar hafi étið sveppinn áður en þeir fóru í bardaga til að ganga berserksgang. Þessi sögn er að öllum líkindum ósönn og til komin löngu eftir að víkingaöld lauk.