Berlín
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fylkisfáni | |
---|---|
skjaldamerki | Staðsetning innan Þýskalands |
Grundvallarupplýsingar | |
stærð: | 891,82 km² |
íbúafjöldi: | 3.396.990 (11/2005) |
íbúar á hvern ferkílómetra: | 3809/km² |
hæð: | 34 - 115 m yfir sjávarmáli |
Póstnúmer: | 10001-14199 |
breiddar- og lengdargráða: | 52°31′ N 13°24′ E |
Vefsíða: | www.berlin.de |
Stjórnmál | |
Borgarstjóri: | Klaus Wowereit (SPD) |
næst kosið: | 17/09/2006 |
Berlín er höfuðborg Þýskalands og einnig stærsta borg þess með tæpar 3,4 milljónir íbúa en flestir hafa íbúarnir verið 4,3 milljónir, fyrir Síðari heimsstyrjöld. Borgin er einnig sú næstfjölmennasta innan Evrópusambandsins á eftir London ef miðað er við opinber borgarmörk. Á árunum 1949 til 1990 var borginni skipt í Austur- og Vestur-Berlín.
Berlín stendur við árnar Spree og Havel í norðaustanverðu Þýskalandi og er umlukt þýska sambandsríkinu (Bundesland) Brandenburg en borgin sjálf er sjálfstætt sambandsríki.