Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
17. janúar er 17. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 348 dagar (349 á hlaupári) eru eftir af árinu.
- 1773 - James Cook verður fyrsti landkönnuðurinn til þess að sigla yfir Heimsskautsbauginn.
- 1850 - Skólasveinar Lærða skólans gerðu hróp að rektor skólans, Sveinbirni Egilssyni, skáldi. Gengu þeir um götur Reykjavíkur og hrópuðu: Pereat, sem þýðir niður með hann. Ástæðan var sú, að þeir voru að mótmæla skylduaðild að bindindisfélagi, sem rektor vildi þröngva upp á þá til þess að stemma stigu við drykkjuskap skólapiltanna. Í sögunni hefur þessi atburður hlotið nafnið Pereatið.
- 1929 - Teiknimyndasjóarinn Stjáni Blái eftir Elzie Crisler Segar kemur út í dagblaði í fyrsta sinn.
- 1945 - Nasistar byrja að tæma Auschwitz-útrýmingarbúðirnar.
- 1946 - Öryggisráð SÞ heldur fyrsta fund sinn.
- 1966 - Simon and Garfunkel senda frá sér aðra breiðskífu sína , Sounds of Silence, hjá Colombia Records-útgáfufyrirtækinu.
- 1975 - Sjö manns fórust er þyrla hrapaði á Kjalarnesi.
- 1975 - Bob Dylan gefur út breiðskífuna Blood on the Tracks.
- 1991 - Heklugos, hið fjórða á 20. öld, hófst og stóð í rúmar 7 vikur.
- 1991 - Haraldur V verður konungur Noregs eftir andlát föður hans, Ólafs V.
- 1899 - Al Capone, bandarískur glæpamaður (d. 1947).
- 1911 - George J. Stigler, hagfræðingur.
- 1922 - Luis Echeverría Álvarez, Forseti Mexíkós.
- 1922 - Nicholas Katzenbach, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1922 - Betty White, bandarísk leikkona.
- 1925 - Robert Cormier, bandarískur rithöfundur (d. 2000).
- 1940 - Kipchoge Keino, kenískur hlaupari.
- 1942 - Muhammad Ali, bandarískur hnefaleikamaður.
- 1948 - - Davíð Oddsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra.
- 1948 - Mick Taylor, breskur tónlistarmaður (The Rolling Stones).
- 1949 - Andy Kaufman, bandarískur grínisti (d. 1984).
- 1956 - Paul Young, enskur tónlistarmaður.
- 1959 - Susanna Hoffs, bandarísk tónlistarkona (The Bangles).
- 1962 - Jim Carrey, bandarískur leikari.
- 1969 - Lukas Moodysson, sænskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1971 - Kid Rock, bandarískur söngvari.
[breyta] Hátíðis- og tyllidagar