Tokkaríska
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tokkaríska er ein af minnst þekktu greinum indó-evrópskra tungumála. Hún skiptist í tvö tungumál: Tokkarísku A (agnísku, túrfönsku, karasjarísku eða austurtokkarísku) og Tokkarísku B (kútsjönsku eða vesturtokkarísku). Þau voru töluð af Tokkörum í Tarímdældinni (sem nú er Sinkiang í Kína) í Mið-Asíu á 6. öld til 8. aldar þegar þau dóu út fyrir áhrif frá úígúrum sem tóku að sækja inn í Tarímdældina um 800.
Tokkarísku málin og tokkaríska stafrófið voru óþekkt þar til handrit rituð á tokkarísku uppgötvuðust fyrir tilviljun í byrjun 20. aldar.