Stilpon
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stilpon var forngrískur heimspekingur sem tilheyrði Megöruskólanum í heimspeki. Hann var samtímamaður Þeófrastosar og Kratesar.
Stilpon fylgdi hundingjum að málum í siðfræði. Hann hélt fram sjálfstjórn sem höfuðdugðinni. Cicero (De fato, 5) lýsir honum sem mikilmetnum manni.
Honum eru eignaðar um tuttugu samræður en ekkert er varðveitt af þeim.
Meðal fylgjenda hans voru Menedemos og Asklepíades, meginmálsvarar Eretríuskólans í heimspeki. Seneca (Bréf 9) ber vitni um náin tengls Stilpons og stóumanna.