Kóngavatn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kóngavatn (latína: aqua regia) er gríðarlega tærandi, rjúkandi gulur vökvi. Það er myndað af blöndu af einum hluta saltpéturssýru og þremur hlutum saltsýru. Það er eitt af fáum virkum efnum sem að geta leyst upp gull og platínu. Ber það nafn sitt af þessum eiginleika að geta leyst upp eðalmálma (konunglega málma). Sumir málmar, eins og til dæmis tantal og aðrir jafn óvirkir málmar, standast þó snertingu við það. Kóngavatn er notað í ætingu og sumar rannsóknaraðferðir. Kóngavatn hefur ekki góðan endingartíma og þarf því að blanda það saman rétt fyrir notkun.
[breyta] Saga
Saltsýra var fyrst uppgötvuð í kringum árið 800 af Persneska gullgerðarmanninum Jabir Ibn Hayyan (Geber), með því að blanda matarsalti saman við brennisteinssýru. Uppgötvun Jabirs á gulluppleysandi kóngavatni ýtti undir átak gullgerðarmanna við leit þeirra að viskusteininum.
[breyta] Ferli
Kóngavatn leysir upp gull, jafnvel þótt að hvorug sýran, sem það er myndað úr, geri það fyrir sig, sökum þess að saman vinnur hver sýran sitt verk. Saltpétursýra er öflugur oxari, sem reyndar leysir upp örlítið magn (næstum ómælanlegt) af gulli, sem að myndar gulljón. Úr saltsýrunni fæst ofgnótt klórjóna, sem að bindast við gulljónirnar og minnka þannig magn þeirra í lausninni. Þetta gerir saltpétursýrunni kleyft að halda áfram oxuninni, þar til að allt gullið hefur verið leyst upp eða þar til allar klórjónir saltsýrunnar hafa bundist við gulljón.
Efnajafna þessa ferlis er:
- Au + 3NO3- + 6H+ → Au3+ + 3NO2↑ + 3H2O
- Au3+ + 4Cl- → AuCl4-