Latína
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Latína (Lingua Latina) | |
---|---|
Talað hvar: | Vatíkaninu |
Heimshluti: | Ítalíuskaginn |
Fjöldi málhafa: | útdautt |
Sæti: | Á ekki við |
Ætt: | Indó-evrópskt Ítalískt Latína |
Opinber staða | |
Opinbert tungumál: | Vatíkanið |
Stýrt af: | engum |
Tungumálakóðar | |
ISO 639-1: | la |
ISO 639-2: | lat |
SIL: | LTN |
Tungumál – Listi yfir tungumál | |
Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Latína er tungumál sem var upphaflega talað á því svæði í kringum Róm sem heitir Latium en varð mun mikilvægara þegar rómverska heimsveldið breiddist út um Miðjarðarhafið og Mið-Evrópu.
Öll rómönsk tungumál eiga rætur sínar að rekja til latínu og mörg orð sem byggð eru á latínu finnast í öðrum tungumálum nútímans eins og t.d. ensku. Latína var lingua franca stjórnmála og vísinda í um þúsund ár, en á 18. öld fór franska einnig að ryðja sér til rúms sem og enskan á 19. öld en við lok 18. aldar höfðu þjóðtungurnar vikið latínunni til hliðar. Latína er enn formlegt tungumál rómversk-kaþólsku kirkjunnar og þar á meðal Vatíkansins. Ítalska er það núlifandi tungumál sem líkist mest latínu.
[breyta] Föll
Föll í latínu (casi) eru 7 talsins, og eftirfarandi er tæmandi listi yfir þau; þar sem íslenska heitið kemur fyrst, og það latneska í sviga á eftir.
- Nefnifall (Nominativus)
- Þolfall (Accusativus)
- Grískt þolfall (Accusativus Graecus)
- Tímaþolfall (Accusativus temporis)
- Þolfall vegalengdarinnar (Accusativus viae)
- Þolfall upphrópunarinnar (Accusativus exclamationis)
- Þágufall (dativus)
- Þágufall þágu-/óþágunnar (Dativus commodi / incommodi)
- Þágufall eignarinnar (Dativus possessivus)
- Þágufall tilgangsins (Dativus finalis)
- Þágufall gerandans (Dativus agentis)
- Þágufall persónunnar (Dativus ethicus)
- Þágufall skiptingarinnar (Dativus separativus)
- Eignarfall (genitivus)
- Eignarfall gerandans (Genitivus subiectivus)
- Andlagseignarfall (Genitivus obiectivus)
- Eiginlegt eignarfall (Genitivus possessivus)
- Eignarfall heildarinnar (Genitivus partitivus)
- Eignarfall upprunans (Genitivus originis)
- Tegundareignarfall (Genitivus generis)
- Eignarfall lýsingarinnar (Genitivus descriptivus)
- Eignarfall einkennis (Genitivus qualitatis)
- Eignarfall skilgreiningarinnar (Genitivus definitivus)
- Eignarfall verðleikans (Genitivus pretii)
- Sviftifall (ablativus)
- Tækissviptifall (Ablativus instrumentalis eða ablativus instrumenti)
- Háttarsviptifall (Ablativus modi)
- Orsakarsviptifall (Ablativus causae)
- Tímasviptifall (Ablativus temporis)
- Staðarsviptifall (Ablativus loci)
- Sviptifall leiðarinnar (Ablativus viae)
- Sviptifall einkennis (Ablativus qualitatis)
- Tillitssviptifall (Ablativus respectivus eða ablativus limitationis)
- Samanburðarsviptifall (Ablativus comparativus)
- Sviptifall mismunarins (Ablativus differentiae eða ablativus mensurae)
- Sviptifall upprunans (Ablativus originis)
- Sviptifall samkvæmninnar (Ablativus harmoniae)
- Sviptifall mergðarinnaer (Ablativus copiae)
- Sviptifall vöntunar (Ablativus inopiae)
- Sviptifall sviptingarinnar (Ablativus privativus)
- Óháð sviptifall (Ablativus absolutus)
- Ávarpsfall (vocativus)
- Staðarfall (locativus) (einungis nokkur orð halda staðarfalli sínu en annars er það dottið úr málinu)
[breyta] Tengt efni
[breyta] Tenglar
- The Latin Library — Safn latneskra texta.
- Vísindavefurinn: „Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?“
- Ephemeris Nuntii Latini univesrsi.