Húnar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Húnar voru evróasískir hirðingjar sem gerðu með sér ýmis bandalög og réðust inn í Suðaustur-Evrópu um 370 e.Kr. Þeir rændu og rupluðu þar sem þeim sýndist og gerðu bandalög við ýmsar germanskar þjóðir sem voru óvinir Rómaveldis (Austgotar, Vandalar og Langbarðar). Frægastur Húna er Atli Húnakonungur sem sameinaði alla Húna og var síðasti og voldugasti konungur Húnaveldisins. Fall Húnaveldisins markaðist við fyrsta ósigur Atla í bardaga við Katalánsvelli árið 451 þar sem Atli mætti rómverska herstjóranum Flaviusi Aëtiusi, Vestgotum og Búrgundum. Tveim árum síðar lést Atli og óljóst var hver af hans óteljandi sonum ætti að taka við veldinu. Á meðan rifist var um hver yrði næsti konungur Húnaveldis nýttu óvinsamlegar germanskar þjóðir tækifærið og risu gegn Húnum. Þar með liðaðist veldi þeirra í sundur og var úr sögunni.
[breyta] Sjá einnig
- Heptalítar