Georg Cantor
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Georg (Ferdinand Ludwig Philipp) Cantor (1845 – 1918) var stærðfræðingur, fæddur í St. Pétursborg, en bjó lengst af og starfaði í Halle í Þýskalandi, þar sem hann kenndi við háskólann. Hann var sonur dansks kaupmanns og konu hans, sem var gyðingur og því taldist hann vera gyðingur. Hann átti allra manna mestan þátt í þróun mengjafræði og einnig í þróun óendanleikahugtaksins. Árið 1873 sýndi hann fram á teljanleika mengis ræðra talna. Jafnframt sýndi hann fram á að mengi rauntalna er ekki teljanlegt. Síðar fullkomnaði hann kenningu sína um óendanleg mengi og svokallaðar „ofurendanlegar“ tölur. Á seinni hluta ævi sinnar varð hann að glíma við erfiðan og vaxandi geðsjúkdóm.
[breyta] Sjá einnig
- Mengjafræði
- Cantor mengið
- Aleph-tölur
- Cantor-Lebesgue fallið