Fermetri
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fermetri (skammstöfun: m²) er flatarmálseining sem jafngildir tvívíðum fleti sem er 1 metri á lengd og breidd með 90° horn. Einn fermetri samsvarar:
- 0,000001 ferkílómetri (km²)
- 10.000 fersentimetrar (cm²)
- 0,0001 hektari
- 10,763911 ferfet
- 1.550,0031 fertommur