Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Metri - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Metri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinina og nafnavenjurnar til að bæta hana.

Metri er mælieining fyrir lengd og ein af sjö grunneiningum SI kerfisins.

Orðið „metri“ er komið úr grísku, „metron“ (μετρον) í gegnum frönsku, mètre sem þýðir mál eða mæling. Nú er metrinn skilgreindur út frá ljóshraða og tíma, þannig að 1 metri er sú vegalengd, sem ljósið fer á 1/299.792.458 hluta úr sekúndu nákvæmlega. Þessi skilgreining var ákveðin á sautjándu alþjóðaráðstefnunni um mælieiningar árið 1983. Áður hefur metrinn verið skilgreindur á nokkra mismunandi vegu.

Afleiddar einingar metra eru með smækkunar- og stækkunarforskeytum þessar: millimetri, sentimetri, desimetri, (metri), dekametri, hektómetri, kílómetri. Í hverju skrefi er tíföldun, þannig að ein milljón millimetra er í hverjum kílómetra og einn hektómetri er 1000 desimetrar, svo að dæmi séu tekin. Einn milljónasti hluti úr millimetra heitir nanómetri (10-9 m). Sú tækni, sem fæst við svo smáar einingar að stærð þeirra mælist í nanómetrum, heitir nanótækni, og ryður hún sér nú sem óðast til rúms.

Upphaf metrans má rekja til 18 aldar. Þá var orðið ljóst að nauðsynlegt var að skilgreina mælieiningu fyrir lengd á einhvern fastan og óumbreytanlegan hátt. Tvær stefnur voru uppi: Önnur vildi skilgreina metrann sem lengd þess pendúls sem hefði hálfan sveiflutíma jafnan einni sekúndu. Hin var sú að mæla vegalengdina frá norðurskauti að miðbaug með allri þeirri nákvæmni sem til væri og skilgreina metrann sem einn tíumilljónasta hluta þeirrar vegalengdar. Frakkar tóku þá ákvörðun að byggja á þessari skilgreiningu og notuðu lengdarbauginn í gegnum París til viðmiðunar. Þeir bjuggu til stöng úr platínu og iridíum í hlutföllunum 90% og 10% og mörkuðu á hana tvær línur með eins metra millibili. Þessi stöng er enn geymd í París.

Fljótlega kom í ljós, að í mælingunum var skekkja. Þá var ákveðið að breyta ekki metranum, heldur gefa honum nýja skilgreiningu. Árið 1960 var ákveðið að einn metri skyldi miðast við 1.650.763,73 bylgjulengdir appelsínugulu litrófslínunnar í litrófi krypton-86 atómsins í tómarúmi. Þessi skilgreining gilti svo til ársins 1983, þegar núverandi skilgreining var samþykkt.

Metrinn er hin alþjóðlega lengdareining í vísindum, en enn vantar mikið á að hún sé orðin almenn viðmiðun í daglegu lífi þjóða, nema helst í Frakklandi, Þýskalandi og á Norðurlöndum. Fólk í mörgum öðrum löndum notar ennþá aðrar viðmiðanir, eins og tommur, fet, yard, mílur af ýmsu tagi og fleira slíkt. Einnig eru ýmis svið sem nota hefðbundið eldri mælieiningar. Nefna má siglingar, sem miða við sjómílur (ein sjómíla jafngildir einni bogamínútu á yfirborði jarðar) og flug, sem mælir hæð í fetum og lárétta vegalengd ýmist í mílum eða kílómetrum.

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com