Lengd
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lengd er oftast skilin sem mæling á fjarlægð milli tveggja punkta. Fjarlægð er hægt að mæla á ótal vegu, en almennt séð er skilgreind firð, þ.e. fall af tveimur breytistærðum sem uppfyllir viss skilyrði. Sú firð, eða fjarlægðarmæling sem við notum dags-daglega er Pýþagórasarreglan. Það er einnig hægt að skilgreina lengd strjált. T.a.m er lengd orðins „Háskóli“ 7 stafir. Venjulega firðin fyrir lengd á talnalínu er: d(x1,x2) = | x2 − x1 | , þar sem x2 er endapunktur en x1 er upphafspunktur. Fyrir vigra og lengd þeirra má skoða lengd vigurs.