Alþýðubandalagið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslensk stjórnmál Þessi grein er hluti af greinaflokknum: Íslensk stjórnmál |
Alþýðubandalagið var íslenskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður í Reykjavík 4. apríl 1956 sem nokkurs konar stjórnmálaarmur Alþýðusambands Íslands fyrir Alþingiskosningar það sama ár. Kjarninn í samtökunum voru Málfundafélag jafnaðarmanna, sem skildi við Alþýðuflokkinn, og Sósíalistaflokkur Íslands, sem bæði fylgdu Hannibal Valdimarssyni. Samtökin buðu fram lista í öllum alþingiskosningum og bæjarstjórnarkosningum frá stofnun þeirra þó þau væru enn kosningabandalag og ekki raunverulegur stjórnmálaflokkur.
Alþýðubandalagið var fyrst gert að formlegum stjórnmálaflokki á landsfundi 1.-3. nóvember 1968. Það leiddi til þess að tveir af forystumönnum flokksins, Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson, sögðu sig úr flokknum og stofnuðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Hannibal hafði boðið fram í Alþingiskosningunum 1967 undir merkjum I-lista meðan flestir Alþýðubandalagsmenn skipuðu G-lista.
Árið 1998 tók Alþýðubandalagið þátt í stofnun Samfylkingarinnar, ásamt Samtökum um kvennalista, Alþýðuflokknum og Þjóðvaka. Margir þingmenn Alþýðubandalagsins sættu sig þó ekki við þetta samstarf og stofnuðu Vinstrihreyfinguna - grænt framboð.
Dagblaðið Þjóðviljinn var málgagn flokksins þar til það hætti að koma út 1992.
[breyta] Formenn Alþýðubandalagsins
- Hannibal Valdimarsson (1956-1968)
- Ragnar Arnalds (1968-1977)
- Lúðvík Jósepsson (1977-1980)
- Svavar Gestsson (1980-1987)
- Ólafur Ragnar Grímsson (1987-1995)
- Margrét Frímannsdóttir (1995-1998)
[breyta] Stjórnarþátttaka
Alþýðubandalagið tók þátt í sex samsteypustjórnum frá 1956 til 1991:
- Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1956-1958 (ásamt „Hræðslubandalagi“ Framsóknarflokks og Alþýðuflokks)
Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra), Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Fyrsta ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-1974 (ásamt Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna)
Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra), Magnús Kjartansson (heilbrigðis- og iðnaðarráðherra) - Önnur ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978-1979 (ásamt Framsóknarflokki og Alþýðuflokki)
Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra), Ragnar Arnalds (menntamála- og samgönguráðherra), Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ríkisstjórn Gunnars Thoroddssen 1980-1983 (ásamt hluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokki)
Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra), Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra), Svavar Gestsson (heilbrigðis- og félagsmálaráðherra) - Önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988-1989 (ásamt Framsóknarflokki og Alþýðuflokki)
Ólafur Ragnar Grímsson (fjármálaráðherra), Svavar Gestsson (menntamálaráðherra), Steingrímur J. Sigfússon (samgöngu- og landbúnaðarráðherra) - Þriðja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1989-1991 (ásamt Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Borgaraflokki)
Ólafur Ragnar Grímsson (fjármálaráðherra), Svavar Gestsson (menntamálaráðherra), Steingrímur J. Sigfússon (samgöngu- og landbúnaðarráðherra)
[breyta] Kjörfylgi
Alþingiskosningar | ||
---|---|---|
Kosningar | % atkvæða | þingsæti |
1956 | 19,2 | 8 |
1959 (júní) | 15,3 | 7 |
1959 (október) | 16,0 | 10 |
1963 | 16,0 | 9 |
1967 | 17,6 | 10 |
1971 | 17,1 | 10 |
1974 | 18,3 | 11 |
1978 | 22,9 | 14 |
1979 | 19,7 | 11 |
1983 | 17,3 | 10 |
1987 | 13,3 | 8 |
1991 | 14,4 | 9 |
19951 | 14,3 | 9 |
1 Alþýðubandalag og óháðir |
Sveitarstjórnarkosningar | ||
---|---|---|
Kosningar | % atkvæða | fulltrúar |
1958 | ? | ? |
1962 | ? | ? |
1966 | ? | ? |
1970 | ? | ? |
1974 | 14,6 | 37 |
1978 | 22,5 | 59 |
1982 | 16,4 | 52 |
1986 | 17,8 | 57 |
1990 | 9,3 | 32 |
1994 | 8,1 | 44 |
1998 | 0,3 | 7 |