Stjórnmálaflokkur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjórnmálaflokkar eru samtök manna um að standa fyrir ákveðnum hugmyndum í stjórnmálum. Menn skiptast í flokka eftir stefnum, hagsmunum og sameiginlegum skoðunum og hugsjónum.
Á Íslandi eiga 5 stjórnmálaflokkar sæti á Alþingi: Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn. Tveir þeir fyrstnefndu standa að ríkisstjórn um þessar mundir, en hinir eru í stjórnarandstöðu.