Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Adam Smith - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Adam Smith

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestræn heimspeki
Heimspeki 18. aldar
(Nýaldarheimspeki)
Adam Smith
Nafn: Adam Smith
Fædd/ur: 5. júní 1723 í Skotlandi
Dáin/n: 17. júlí 1790 í Edinburgh í Skotlandi
Skóli/hefð: Frjálshyggja
Helstu ritverk: Auðlegð þjóðanna
Helstu viðfangsefni: hagfræði, stjórnspeki, siðfræði
Markverðar hugmyndir: Frjáls viðskipti, ósýnilega höndin
Áhrifavaldar: Aristóteles, Thomas Hobbes, John Locke, Bernard de Mandeville, Francis Hutcheson, David Hume, Montesquieu
Hafði áhrif á: Thomas Malthus, David Ricardo, John Stuart Mill, Karl Marx, Friedrich Engels, John Maynard Keynes, Friedrich A. von Hayek

Adam Smith (skírður 5. júní 1723 - 17. júlí 1790) var skoskur heimspekingur og er meðal áhrifamestu hagfræðinga allra tíma. Smith er einnig einn helsti hugsuður frjálshyggjunnar. Rit hans Auðlegð þjóðanna (Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) var ein fyrsta tilraunin til að rannsaka þróun verslunar og iðnaðar í Evrópu. Smith greiddi þannig veginn fyrir tilurð hagfræðinnar en auk þess er rit hans enn þá eitt helstu rita kapítalisma og frjálshyggju og ein þekktasta vörn frjálsrar verslunar.

Efnisyfirlit

[breyta] Ævi og störf

Smith fæddist í Kirkcaldy í Skotlandi, og var faðir hans tollgæslumaður. Hann stundaði fyrst nám í Háskólanum í Glasgow, en síðan í Oxford-háskóla. Hann var skipaður prófessor í rökfræði í Háskólanum í Glasgow 1751, en gerðist ári síðar prófessor í siðfræði. Þar gaf hann út bókina Kenningu um siðferðiskenndirnar (e. A Theory of Moral Sentiments) 1759. Smith var heimiliskennari hertogans af Buccleuch í nokkur ár, 1764-1766, ferðaðist þá víða um Norðurálfuna, talaði við heimspekinga og safnaði efni í bók um lögmál hagsældarinnar, sem hann skrifaði næstu tíu árin. Auðlegð þjóðanna (e. An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) kom út 1776, og tveimur árum síðar varð Smith tollstjóri í Skotlandi og settist að í Edinborg, þar sem hann bjó til dauðadags.

[breyta] Hagfræði

Auðlegð þjóðanna felur í sér tvær meginhugmyndir. Önnur er, að eins gróði þurfi ekki alltaf að vera annars tap. Allir geti grætt á frjálsum viðskiptum, því að í þeim nýti þeir sér ólíka aðstöðu og hæfileika hver annars. Verkaskiptingin sé helsta orsök auðlegðar þjóðanna. Hin hugmyndin er, að atvinnulífið geti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Sjálfstýring á markaði geti komið í stað miðstýringar, frjáls viðskipti í stað valdboðs. Segja má, að þessar tvær hugmyndir myndi stofninn í hagfræði sem vísindagrein, þótt flest það, sem Smith sagði, hefði að vísu komið fram áður. Hugmyndir Smiths fóru sigurför um heiminn á 19. öld, en létu nokkuð undan síga í lok aldarinnar. Fyrri hluta 20. aldar ollu tvær heimsstyrjaldir og heimskreppa þeirra í milli því, að margir sneru baki við frjálshyggju eins og þeirri, sem Smith hafði boðað. En síðan virðist boðskapur Smiths aftur hafa fengið góðar undirtektir. Margvísleg rök, sem færð eru í upphafi 21. aldar fyrir „hnattvæðingu“, getur að líta í riti hans, Auðlegð þjóðanna.

[breyta] Siðfræði

Einn kjarninn í kenningu Smiths í Auðlegð þjóðanna er, að „ósýnileg hönd“ leiði menn til að vinna að almannahag, þegar þeir ætli sér aðeins sjálfir að vinna að eigin hag. Til þess að græða verði þeir að fullnægja þörfum annarra. Í viðskiptum reynist náungakærleikurinn ekki eins vel og matarástin. Þetta hefur sumum þótt ganga þvert á boðskap Smiths í Kenningu um siðferðiskenndirnar um, að siðferðisvitund manna mætti rekja til samúðar með öðru fólki. Töluðu þýskir spekingar á 19. öld um „Das Adam Smith Problem“ í þessu sambandi. En þessa þversögn má leysa með því að gera greinarmun á tvenns konar gildissviði hugmynda. Í frjálsum viðskiptum á alþjóðlegum markaði, þar sem menn þekkja ekki hver annan og eru ekki vandabundnir, hugsa þeir um eigin hag. Í samskiptum innan fjölskyldu eða í þröngum vinahóp, gilda aðrar reglur, þar sem menn eru vandabundnir. Hvort tveggja á sinn eðlilega vettvang, matarástin og náungakærleikurinn.

[breyta] Helstu verk

  • A Theory of Moral Sentiments (1759).
  • The Wealth of Nations (1776).

[breyta] Tenglar

Þetta er gæðagrein
Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com