Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
John Locke - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

John Locke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestræn heimspeki
Heimspeki 17. aldar
(Nýaldarheimspeki)
John Locke (1632-1704)
Nafn: John Locke
Fædd/ur: 29. ágúst 1632 (í Wrington í Somerset á Englandi)
Dáin/n: 28. október 1704 (í Essex á Englandi)
Skóli/hefð: Raunhyggja, frjálshyggja
Helstu ritverk: Ritgerð um mannlegan skilning, Ritgerð um ríkisvald
Helstu viðfangsefni: stjórnspeki, þekkingarfræði, frumspeki, hugspeki, uppeldisfræði
Markverðar hugmyndir: ríkisvald með samþykki þegnanna, uppreisnarréttur, náttúruleg ástand, „réttur til lífs, frelsis og eigna“
Áhrifavaldar: Platon, Aristóteles, Thomas Aquinas, René Descartes, Thomas Hobbes
Hafði áhrif á: Gottfried Wilhelm Leibniz, George Berkeley, David Hume, Immanuel Kant, Adam Smith, stofnfeður Bandaríkjanna, John Stuart Mill, John Rawls, Robert Nozick

John Locke (29. ágúst 163228. október 1704) var enskur heimspekingur, sem hafði feikileg áhrif með ritum sínum í þekkingarfræði og stjórnspeki. Hann var einn helsti hugsuður frjálshyggjunnar og einn helsti upphafsmaður bresku raunhyggjuhefðarinnar.

Efnisyfirlit

[breyta] Ævi og störf

Locke fæddist í Somerset í Suður-Englandi. Faðir hans var lögfræðingur. Hann stundaði nám í Oxford-háskóla og lauk þaðan prófum 1656 og 1658. Hann fékk mikinn áhuga á læknisfræði og gerðist góður, sjálfmenntaður læknir. Þannig kynntist hann helsta foringja frjálslyndra manna í Bretlandi, Anthony Ashley Cooper, jarli af Shaftesbury, sem átt hafði við vanheilsu að stríða, og gerðist handgenginn honum. Locke varð að flýja til Hollands 1683, eftir að slegið hafði í brýnu með Bretakonungi, sem vildi auka vald sitt, og frjálslyndra manna eins og Shaftesbury, sem reyndu að takmarka það. Hann sneri aftur eftir byltinguna blóðlausu 1688 og gaf út rit sín, sem hann hafði áður samið, og lifði eftir það kyrrlátu lífi til dánardags.

[breyta] Þekkingarfræði

Locke var raunhyggjumaður um mannlega þekkingu, sem merkir, að hann taldi, að öll þekking manna sprytti af reynslu þeirra, en væri þeim ekki eðlislæg. Mannshugurinn væri eins og autt blað, tabula rasa, sem reynslan setti síðan mark sitt á. Hann gerði grein fyrir kenningu sinni í Rannsókn á skilningsgáfunni (e. An Essay Concerning Human Understanding, 1689) og hefur jafnan verið talinn einn bresku raunhyggjumannanna (e. empiricism) ásamt George Berkeley og David Hume.

[breyta] Stjórnspeki

John Locke
Enlarge
John Locke

Í bókinni Ritgerð um ríkisvald (e. The Second Treatise on Civil Government, 1689) kom Locke orðum að tveimur hugmyndum, sem margir tóku undir á næstu öldum. Hin fyrri var, að einkaeignarréttur gæti myndast af sjálfum sér og án þess að raska náttúrlegum réttindum manna, en ríkið væri síðan aðallega stofnað til að gæta eignarréttarins. Hin síðari var, að ríkið væri reist á þegjandi samkomulagi milli borgaranna, en þegar valdhafar ryfu þetta samkomulag og virtu lítils eða einskis réttindi borgaranna, mættu þeir rísa upp og hrinda þeim af höndum sér. Með síðari hugmyndinni réttlætti Locke byltinguna blóðlausu í Bretlandi 1688. Hún varð frjálslyndum stjórnmálahreyfingum 18. og 19. aldar mikil hvatning, til dæmis í bandarísku byltingunni 1776 og frönsku stjórnarbyltingunni 1789, og krafan um þingbundar konungsstjórnir, sem hljómaði víða í Norðurálfunni á 19. öld, meðal annars í Danmörku og á Íslandi, var ekki síst runnin undan rifjum Lockes. Í bók sinni, Stjórnleysi, ríki og staðleysur (e. Anarchy, State, and Utopia) blés Robert Nozick nýju lífi í stjórnspekihugmyndir Lockes.

[breyta] Vinnukenningin um gildi

Locke taldi að gildi hlutar yrði til þegar vinna væri lögð í hann. Samkvæmt þessari kenningu getur fólk gert hlut að eign sinni með því að leggja í hann vinnu. Gildi hlutar ákvarðast því að verulegu leyti af þeirri vinnu sem lögð hefur verið í hann og því hvernig hann hefur verið nýttur. Engu að síður taldi Locke að framboð og eftirspurn væri það sem ákvarðaði verðgildi hlutar í frjálsum viðskiptum. En Locke taldi að vinnukenningin um gildi sýndi að einkaeignarrétturinn kæmi á undan ríkisvaldinu og að ríkisvaldið hafi því ekki leyfi til að gera það sem það vill við eigur þegnanna.

[breyta] Helstu verk

  • 1689 Ritgerð um mannlegan skilning (An Essay Concerning Human Understanding)
  • 1689 Tvær ritgerðir um ríkisvald (Two Treatises of Government) - Vísað er til seinni ritgerðarinnar, sem hefur verið miklum mun áhrifameiri, sem The Second Treatise of Government; hún hefur komið út á íslensku undir titlinum Ritgerð um ríkisvald.

[breyta] Frekari fróðleikur

  • Ashcraft, Richard, Locke's Two Treatises of Government (London: Unwin Hyman, 1987)
  • Ashcraft, Richard (ritstj.), John Locke: A Critical Assessment 4. bindi (London: Routledge, 1991)
  • Chappell, Vere (ritstj.), The Cambridge Companion to Locke (Cambridge: Cambridge University Press, 1994)
  • Colman, John, John Locke's Moral Philosophy (Edinburgh: Edinburgh University Press, 1983)
  • Cox, Richard H., Locke on War and Peace (Oxford: Oxford University Press, 1960)
  • Dunn, John, Locke (Oxford: Oxford University Press, 1984)
  • Dunn, John, The Political Thought of John Locke: An Historical Account of the Argument of the Two Treatises of Government (Cambridge: Cambridge University Press, 1984)
  • Grant, Ruth W., John Locke's Liberalism (Chicago: University of Chicago Press, 1987)
  • Yolton, John W., Locke: An Introduction (Oxford: Blackwell, 1985)

[breyta] Tenglar

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com