Þúkýdídes
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þúkýdídes (gríska: Θουκυδίδης (umritað Thoukudídês)) (uppi um 460/455-400 f.Kr.) var forngrískur sagnaritari sem ritaði um sögu Pelópsskagastríðsins. Þúkýdídes ritaði á attísku sem var sú mállýska sem töluð var í Aþenu þaðan sem Þúkýdídes var. Þúkýdídes þykir fágaður höfundur og var grískur stíll hans talinn til fyrirmyndar þegar í fornöld. Hann þykir einnig vera einn áreiðanlegasti sagnaritari fornaldar.
Efnisyfirlit |
[breyta] Menntun
Þúkýdídes hefur að líkindum verið menntaður af fræðurum. Þeir voru farandkennarar í Grikklandi til forna sem kenndu margvísleg efni, svo sem mælskufræði, heimspeki og stjörnufræði.
[breyta] Persónuleiki
Þúkýdídes var sagður vera þurr á manninn, snauður af kímnigáfu og svartsýnn. Vitað er að hann dáðist mjög að Períklesi og því valdi sem hann hafði yfir borgarbúum en líkaði illa við lýðskrumara þá sem fylgdu Períklesi.
[breyta] Tilvitnanir
- „Þeir sterku gera það sem þeir geta og hinir þola það sem þeir þurfa.“
- „Það er almenn regla um mannlegt eðli að fólk lítur niður á þá sem gera vel við það en líta upp til þeirra sem fallast ekki á neinar málamiðlanir.“
[breyta] Tengt efni
[breyta] Heimild
- Greinin „Thucydides“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. nóvember 2005.