Suður-Ástralía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Suður-Ástralía er eitt af sex fylkjum Ástralíu. Fylkið nær yfir miðjan suðurhluta meginlandsins. Hún var upprunalega hluti Nýja-Suður Wales nýlendunnar en varð árið 1836 sjálfstæð nýlenda. Þá tilheyrði henni Norður-svæðið sem hlaut sjálfstæði árið 1911. Höfuðborg fylkisins er Adelaide og íbúar þess rúm ein og hálf milljón. Landslagið er að stóru leyti fjöll og gróðurlítil svæði, jafnvel eyðimerkur mjög norðarlega. Á svæðunum í kringum tvo (St. Vincent og Spencer) og Murrayána í suðvesturhluta fylkisins er þó afar frjósamt land. Þar er meðal annars helsta vínræktarsvæði Ástralíu enda loftslagið mjög svipað því sem gerist við Miðjarðarhaf. Helstu atvinnuvegir fylkisins eru þjónusta og iðnaður.
Áströlsk fylki, svæði og höfuðborgir: | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Höfuðborgarsvæði Ástralíu | Nýja Suður Wales | Norður-svæðið | Queensland | Suður-Ástralía | Tasmanía | Victoria | Vestur-Ástralía | |
Canberra | Sydney | Darwin | Brisbane | Adelaide | Hobart | Melbourne | Perth | |
Norfolkeyja | Jólaeyja | Kókoseyjar | Kóralhafseyjasvæðið | Heard- og McDonaldeyjar | Ástralska suðurskautssvæðið |