Sjibbólet
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjibbólet er hebreskt orð sem notað var til að aðgreina hópa sem báru það fram með sh-hljóði frá þeim sem gerðu það ekki. Það er notað í 12 kafla Dómarabók Gamla testamentsins, versum 5-6:
- 5. Gíleaðítar settust um Jórdanvöðin yfir til Efraím. Og þegar flóttamaður úr Efraím sagði: „Leyf mér yfir um!“ þá sögðu Gíleaðsmenn við hann: Ert þú Efraímíti? Ef hann svaraði: Nei!
- 6. þá sögðu þeir við hann: „Segðu Sjibbólet“. Ef hann þá sagði: „Sibbólet“, og gætti þess eigi að bera það rétt fram, þá gripu þeir hann og drápu hann við Jórdanvöðin. Féllu þá í það mund af Efraím fjörutíu og tvær þúsundir.
[breyta] Heimild
- „Biblían á netinu“. Sótt 3. desember 2005.