Robert Louis Stevenson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert Louis (Balfour) Stevenson (13. nóvember 1850 — 3. desember 1894) var skoskur rithöfundur. ljóðskáld og ferðasagnahöfundur. Hann var einn af nýrómantísku ensku höfundunum. Frægustu verk hans eru skáldsögurnar Gulleyjan (1883) og Hið undarlega mál Jekylls og Hydes (1886). Hann var með lungnasjúkdóm (hugsanlega berkla) sem gerði það að verkum að hann ferðaðist um allan heim í leit að loftslagi sem hentaði heilsu hans. Hann lést 44 ára gamall úr heilablæðingu á landareign sinni á eyjunni Upolu á Samóa í Kyrrahafinu.
Verk Stevensons hafa verið gríðarlega vinsæl og hann er í 25. sæti yfir mest þýddu höfunda heims. Fjöldi kvikmynda hefur verið gerður eftir sögum hans. Vegna vinsælda hans og þeirrar tegundar afþreyingarbókmennta sem hann fékkst við var hann seint tekinn alvarlega af fræðimönnum og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem hann hefur verið metinn til jafns við höfunda eins og Joseph Conrad og Henry James.