Pýreneafjöll
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pýreneafjöll eru fjallgarður í Suðvestur-Evrópu sem skilur Íberíuskagann frá meginlandinu og myndar náttúruleg landamæri milli Spánar og Frakklands en í austanverðum fjallgarðinum er örríkið Andorra sem liggur á landamærunum. Fjallgarðurinn er 430 km langur og nær frá Biskajaflóa í Atlantshafinu að Creus-höfða sem skagar í austur út í Miðjarðarhafið.