Hrafntinna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- „Hrafntinna“ getur einnig átt við mannsnafnið Hrafntinna.
Hrafntinna er í eldfjalla- og bergfræði gerð náttúrulegs glers sem myndast í eldgosum þegar feldspatshraun kólnar og frýs það en kristallar ná að myndast í því. Hrafntinna er storkuberg og steindarlíki en ekki steind þar sem hún er ekki kristölluð. Hún samanstendur aðalllega af kísli (SiO2) eða rúmlega 70%, samsetning þessi er mjög svipuð graníti og líparíti.