Hekatajos frá Abderu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Um eldri sagnaritara að sama nafni, sjá Hekatajos.
Hekatajos frá Abderu (eða Teos) var forngrískur sagnaritari og efahyggjumaður, sem var uppi á 4. og 3. öld f.Kr.. Hann nnam heimspeki hjá efasemdamanninum Pyrrhoni en flutti síðar til Alexandríu. Hann fylgdi Ptolemajosi I í leiðangur til Sýrlands og sigldi með honum upp Níl allt til Þebu (Díogenes Laertíos ix. 61). Hann skrifaði um ferðir sínar en þekktast rita hans var Um Egyptana. Sagnaritarinn Díodóros Sikúlos studdist við verk Hekatajosar.
Varðveitt brot verka Hekatajosar eru birt hjá C. W. Muller (ritstj.) Fragmenta historicorum Graecorum.
[breyta] Tengt efni
- Díodóros Sikúlos
- Pyrrhon
[breyta] Heimild
- Greinin „Hecataeus of Abdera“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. nóvember 2005.