FIFO
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
FIFO er gagnagrind sem einkennist af því að það fyrsta sem kemur inn er það fyrsta sem kemur út. Nafnið er komið af enska hugtakinu First In, First Out eða fyrstur kemur, fyrstur fer. FIFO er einfaldasta gerð biðraðar.
FIFO gagnagrindur eru oft notaðar í netkerfum og samskiptum milli forrita í tölvukerfum. Þá eru þær gjarnan kallaðar pípur.